Líkamlegir sjúkdómar geta átt sér andlega
orsök. Þetta þótti vísindalega óhugsandi fyrir fáum áratugum síðan, en á
síðustu árum hafa sífellt fleiri rannsóknir sýnt fram á tengsl milli andlegra
erfiðleika og áfalla annars vegar og langvinnra sjúkdóma hins vegar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stóð fyrir Fræðadögum nú nýlega sem fjölluðu meðal annars um þetta efni. Þangað var boðið geðlækninum Dr Andrea Danese, sem hélt afar fróðlegt erindi um rannsóknir sínar á þessu sviði. Erindið má sjá í heild sinni hér.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stóð fyrir Fræðadögum nú nýlega sem fjölluðu meðal annars um þetta efni. Þangað var boðið geðlækninum Dr Andrea Danese, sem hélt afar fróðlegt erindi um rannsóknir sínar á þessu sviði. Erindið má sjá í heild sinni hér.
Hér er annað erindi um svipað efni sem
flutt var á íslensku.
Dr Danese rannsakaði ásamt samstarfsfólki
sínu bólguþætti í blóði barna og fullorðinna sem höfðu orðið fyrir andlegum
áföllum eða erfiðri reynslu í æsku, og einnig í blóði þeirra sem ekki höfðu
slíka reynslu. Bólguþætti rannsakaði hann vegna þess að margir langvinnir sjúkdómar
eru í grunninn bólgusjúkdómar. Þar má nefna hjarta- og æðasjúkdóma, sem hann
ræddi sérstaklega, en einnig astma, iktsýki (gikt) og fleiri
sjálfsofnæmissjúkdóma. Þó fólk fái ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en á miðjum
aldri, þróast þessir sjúkdómar á mörgum árum eða áratugum. Mæla má aukningu á
bólguþáttum í blóði löngu áður en sjúkdómseinkenni koma fram, eða allt frá
unglingsaldri, eða jafnvel barnsaldri.
Danese sá marktækt meiri ummerki um bólgu í
líkama barna sem orðið höfðu fyrir áföllum, og einnig í blóði fullorðinna sem
höfðu slíka sögu, heldur en í blóði þeirra sem ekki höfðu upplifað áfall.
Nú eru lélegt mataræði, kyrrseta, áfall á fullorðinsaldri, reykingar og vímuefnaneysla allt saman þættir sem gætu haft áhrif á bólguviðbrögð og þróun langvinnra sjúkdóma. Auk þess er algengt að þeir sem orðið hafa fyrir áfalli leiti huggunar með ofáti á óhollum mat, reyni að gleyma sársauka sínum með slímsetu fyrir framan skjáinn, eða deyfi sig með vímuefnum. En rannsókn Daneses og félaga sýndi að andlegt áfall í æsku var sjálfstæður áhrifaþáttur, hvernig sem mataræðið var, hvort sem einstaklingurinn reykti eða ekki o.s.frv.
Nú eru lélegt mataræði, kyrrseta, áfall á fullorðinsaldri, reykingar og vímuefnaneysla allt saman þættir sem gætu haft áhrif á bólguviðbrögð og þróun langvinnra sjúkdóma. Auk þess er algengt að þeir sem orðið hafa fyrir áfalli leiti huggunar með ofáti á óhollum mat, reyni að gleyma sársauka sínum með slímsetu fyrir framan skjáinn, eða deyfi sig með vímuefnum. En rannsókn Daneses og félaga sýndi að andlegt áfall í æsku var sjálfstæður áhrifaþáttur, hvernig sem mataræðið var, hvort sem einstaklingurinn reykti eða ekki o.s.frv.
Andlegt áfall hefur ekki bara áhrif á
ónæmiskerfið með tilheyrandi bólguviðbrögðum. Hormónabúskapurinn breytist líka,
eins og má lesa um hér.
Þetta hefur verið sýnt fram á með
rannsóknum á einstaklingum með áfallastreituröskun. Streituhormón í blóði og
þvagi voru hærri en hjá þeim sem ekki þjáðust af áfallastreitu. Og þó ár eða
áratugir væru síðan áfallið reið yfir, var blóðþrýstingur, hjartsláttur og magn
streituhormóna í hvíld hækkað, eða hækkaði meira en hjá öðrum við áreiti eða
upprifjun áfalls.
Streita veikir ónæmiskerfið og líkamlegt álagsþol (effort tolerance) verður minna. Talið er að langvarandi streita og álag (allostatic load) slíti líkamanum, og auki þannig líkur á langvinnum sjúkdómum, og hraði jafnvel framgangi þeirra.
Streita veikir ónæmiskerfið og líkamlegt álagsþol (effort tolerance) verður minna. Talið er að langvarandi streita og álag (allostatic load) slíti líkamanum, og auki þannig líkur á langvinnum sjúkdómum, og hraði jafnvel framgangi þeirra.
Mikill meirihluti þeirra sem eiga sögu um alvarlegt
áfall, misnota vímugjafa (tóbak, áfengi, kannabis eða ópíóíða). Ástæðan gæti
verið sú að áfallastreituröskun fylgir ofvirkni í örvandi hluta taugakerfisins
(drifkerfinu) og skerðing á framleiðslu líkamans á slökunar- og
vellíðunarhormónum (endogenískum ópíóíðum). Vímugjafarnir deyfa drifkerfið og/eða
valda tímabundinni aukningu á slökunar- og vellíðunarhormónum í líkamanum. Þess
vegna er fíkn þeirra sem eiga sögu um áfall, erfiðari viðfangs en hinna, sem
ekki eru haldnir áfallastreituröskun. Þeir þurfa að glíma við aukin
áfallastreitueinkenni, auk fráhvarfseinkenna, þegar neyslu er hætt.
Í lok erindis síns rakti Dr. Danese niðurstöður
lítillar forrannsóknar. Börn sem höfðu
orðið fyrir andlegu áfalli, og voru með hækkaða bólguþætti í munnvatni, var
veitt hugræn meðferð með hugleiðslu sem heitir compassion based meditation. Hún
byggir á að efla samkennd gagnvart sjálfum sér og öðrum. Börnin voru þjálfuð í
að finna til með sjálfum sér og setja sig í spor annarra. Bólguþættir í
munnvatni barnanna lækkuðu því oftar sem þau mættu í meðferðartíma. Niðurstöðurnar
benda til þess að unnt sé með réttri meðferð að hemja bólguviðbrögð í líkama
barna sem orðið hafa fyrir áfalli, sem ætti að minnka líkur á þróun langvinnra
sjúkdóma.
Nú hefur Dr Danese og samstarfsfólk hans í
Bandaríkjunum og Bretlandi hafið samstarf við íslenska vísindamenn til að
rannsaka tengsl áfalla og sjúkdóma enn frekar. Vonandi verða rannsóknir þeirra
til þess að efla áfallahjálp og meðferð við áfallastreituröskun á Íslandi í framtíðinni.
takk fyrir afar upplysandi grein. Hef upplifað amk 4 alvarleg andleg áföll (bílslys, stríð, dauðsfall, atvinnumissi og heimilismissi) og veit að það hefur mikil áhrif á líkamlega heilsu.
ReplyDeleteGott að lesa að vísindin eru að fjalla um þetta.
Einmitt. Ég hafði alltaf talið að svo væri, en núna loksins er farið að rannsaka þessi tengsl.
ReplyDelete